Þarf Rodgers að fara aftur í demantinn?

Suarez og Sturridge mynduðu frábært sóknartvíeyki hjá Liverpool og 'demanturinn' hentaði þeim vel

Suarez og Sturridge mynduðu frábært sóknartvíeyki hjá Liverpool og ‘demanturinn’ hentaði þeim vel

Á síðustu leiktíð var Brendan Rodgers í óvenjulegri stöðu. Á sínum stutta ferli sem þjálfari hafði hann aldrei þurft að bregðast við því að hafa tvo frábæra framherja í sínu liði og þurft að reyna að ná sem mestu út úr þeim báðum án þess að það kæmi til með að bitna á skipulagi liðsins og heildarsvip þess.

Til að byrja með voru þeir Luis Suarez og Daniel Sturridge fjarri góðu gamni til skiptis, annar nældi sér í leikbönn en hinn glímir reglulega við einhver meiðsli. Þið getið giskað hvor sé hvort. Báðir leikmenn, þegar þeir spiluðu, skoruðu mikið af mörkum og virtust báðir njóta þess betur að spila í gegnum miðjan völlinn í stað þess að koma inn frá kantinum trekk í trekk. Það þýddi að Rodgers þurfti að endurskipuleggja sín plön til að reyna að nýta styrkleika beggja leikmannana.

Rodgers hefur öllu jafna hrifist mikið af 4-3-3 eða 4-2-3-1 útfærslum hjá liðum sínum en með þessa tvo leikmenn þá þýddi það að hann þyrfti kannski að prófa eitthvað nýtt. Hann ákvað að spila með þá tvo í fremstu víglínu fyrir framan ‘demantsmiðju’ þar sem einn miðjumaður var djúpur, einn var í plássinu á milli framherjana og tveir gegndu hlutverki á miðri miðjunni.

Þessi breyting varð til þess að Rodgers fann leið til að hámarka leik beggja leikmannana sem skoruðu 21 og 31 mark á síðustu leiktíð, ásamt því að báðir lögðu vel upp af mörkum fyrir hvorn annan og aðra. Ekki nóg með að ná fram því besta úr Suarez og Sturridge fann Rodgers leið til að nýta Gerrard sem djúpan miðjumann, fann nýtt og betra hlutverk fyrir Coutinho á miðri miðjunni og Raheem Sterling blómstraði í holunni fyrir aftan framherjana.

Rodgers virtist hafa fundið sigurformúlu og man ég ekki nákvæmlega hver talan var en Liverpool lagði upp í þetta kerfi í um það bil tíu leikjum og vann alla nema einn eða tvo spilandi þetta kerfi. Suarez fór í sumar og lengi vel virtist sem að Rodgers hafi ætlað sér að fara aftur í 4-3-3 útfærslu með liðið. Lazar Markovic og Adam Lallana bættust við í hópinn en þeir hafa báðir spilað mikið á kantinum og Rickie Lambert var eini framherjinn sem var kominn í hópinn þegar tímabilið hófst en hann var líklega aldrei hugsaður sem lykilmaður í byrjunarliðinu. Liverpool var hársbreidd frá því að krækja í Loic Remy, framherja QPR, sem getur spilað sem vængframherji og hefði mögulega gert það ef hann hefði ekki fallið á læknisskoðun.

Hvernig hyggst Rodgers ná fram því besta frá Sturridge og Balotelli?

Hvernig hyggst Rodgers ná fram því besta frá Sturridge og Balotelli?

Í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, gegn Southampton og Manchester City, lagði Liverpool upp í 4-3-3 útfærslu á byrjunarliðinu með Sturridge fremstan og Coutinho og Sterling sitt hvoru meginn við hann. Liverpool spilaði ekki illa í leikjunum en það er óhætt að segja að þessir þrír fremstu menn sem byrjuðu þessa leiki náðu ekki að sýna sínar bestu frammistöður.

Kannski var það ‘neyð’ að stilla þessu svona upp en miðað við síðustu leiktíð þá virtust Coutinho og Sterling njóta sín betur í öðrum stöðum en þeir spiluðu í þessum leikjum og tókst mótherjanum ágætlega að hindra að boltinn kæmist til sóknarmanna liðsins. Það er kannski ekki enn tími til að fórna höndum og tapa sér úr hræðslu en það er kannski eitthvað sem Rodgers þarf að líta á og finna lausn á.

Þarf hann kannski að færa leikmenn til í liðinu og breyta leikkerfinu til að ná aftur fram því besta úr leikmönnum sínum? Þarf hann að færa Sterling aftur í holuna á milli miðju og sóknar til að koma honum meira í boltann? Þarf hann að færa Coutinho aftar á miðjuna til að geta nýtt hlaup hans til að taka menn á og búa til pláss og sendingargetu hans til fullnustu og nýtt hraðan sem Liverpool getur notað í framlínu sinni?

Nú um daginn nældi Liverpool í Mario Balotelli. Það kom nokkuð upp úr þurru og á tíma þótti þetta kannski frekar furðulegt og áhættusamt skref hjá Liverpool en rýni maður nánar í málið þá virðist þetta alveg geta fúnkerað. Balotelli er ógeðslega góður í fótbolta, það má efast um og mislíka margt í hans fari en strákurinn kann að rekja og sparka í bolta á því leikur enginn vafi. Mario Balotelli er einn af hæfileikaríkustu framherjum í Evrópu held ég en hann hefur kannski aldrei sprungið út eins og hann ætti að hafa. Kannski var hann sjálfum sér verstur eða kannski fann hann ekki réttan stað til að blómstra, kannski bæði og kannski hvorugt. Það kemur í ljós.

Suarez og Balotelli eru ekki eins leikmenn í stíl en þeir bjóða upp á svipaðan eiginleika sem gæti fúnkerað vel þegar kemur að því að reyna að mynda annað sóknartvíeyki með Daniel Sturridge. Balotelli, líkt og Suarez og Sturridge, vill koma niður völlinn til að taka þátt í spili og vera virkur þátttakandi í því. Þegar lið spila með einn framherja sem vill gera það þá er oft hættan á að það vanti þá einhvern í teiginn til að stýra boltanum í netið. Suarez og Sturridge gátu deilt þessu á milli sín með góðum hætti og maður sér ekki af hverju Balotelli og Sturridge ættu ekki að geta það.

Líklega það sem Balotelli og Suarez eiga mest sameiginlegt í sínum leik er þetta element of surprise. Liðsfélagar þeirra hafa ekki hugmynd um hvað þeir hyggjast taka upp á og hvað þá mótherjar þeirra. Þeir eru báðir góðir skotmenn og hika ekki við að freista gæfunar í aðstöðum sem öðrum myndi eflaust ekki detta í hug að skjóta. Það þarf því alltaf að hafa augu á honum og Sturridge, líkt og með Suarez og Sturridge. Um leið og mótherjinn tekur augun af öðrum þá opnast pláss fyrir hinn.

Eitt af því sem gerði mótherjum Liverpool erfitt fyrir að verjast gegn Liverpool var hve erfitt var að ákveða hvernig verjast átti á móti Liverpool. Ef liðin reyndu að þrýsta varnarlínu sinni upp þá myndaðist pláss fyrir aftan þá sem hentar Sturridge afar vel og ef lið duttu til baka til að hindra það þá þýddi það að Suarez fékk að dandalast í kringum vítateig þeirra – og það er ekki eitthvað sem þú vilt!

Balotelli og Sturridge gætu myndað slíkt tvíeyki. Þeir þurfa ekki að henta hvor öðrum fullkomlega en með góðum skilningi og hjálpsemi þá gæti liðið nýtt hæfileika þeirra beggja til fullnustu og öfugt. Báðir geta spilað einir upp á topp og út á vængnum en besta staða þeirra er á miðsvæðinu og þeir geta báðir spilað með öðrum framherja. Einnig gæti losnað pláss fyrir Sterling til að koma með ógn úr holunni og mögulega gæti Liverpool aftur farið í svipað form og á síðustu leiktíð.

Með leikmenn eins og Adam Lallana og Lazar Markovic, sem báðir eru mjög fjölhæfir leikmenn, þá gæti Rodgers unnið í kringum sóknarþríeykið í demantamiðju eða breytt í sóknarþríeyki. Með hópinn eins og hann er í dag þá er ‘demanturinn’ eitthvað sem gæti nýst leikmannahópi Liverpool afar vel – og koma sóknarbakvarðarins Alberto Moreno gæti komið með aukna breidd í það kerfi.

Það verður forvitnilegt að sjá hvað Rodgers hyggst gera þegar allir sóknarmenn hans eru að verða leikfærir.


Aukin breidd

Markovic og Sterling gætu deilt á milli sín mínútum í vetur

Markovic og Sterling gætu deilt á milli sín mínútum í vetur

Tímabilið er varla hafið og mögulega er maður heldur snemma á ferðinni með einhverja svona færslu en manni sýnist maður geta komið inn á þetta strax enda er þetta strax farið að sýna ákveðinn árangur.

Ef það er eitthvað sem Liverpool hefur ekki getað státað sig af undanfarin ár er að eiga mikil gæði og mikla breidd í leikmannahópi sínum. Undanfarnar leiktíðir hefur breiddin og gæðin í henni í raun bara verið frekar léleg. Byrjunarliðið hefur oft á tíðum verið fínt en þurfti að fara neðar en fyrsta eða annan kost af varamannabekknum þá voru valkostirnir fáir og oftar en ekki frekar ómerkilegir.

Horfum bara til 2008-2009 tímabilið þegar Liverpool státaði sig af hörku flottu liði sem var hársbreidd frá því Englandsmeistaratitlinum. Fernando Torres og Steven Gerrard léku á alls oddi og báru uppi flottan sóknarleik liðsins. Yossi Benayoun, Albert Riera og Ryan Babel lögðu sitt af mörkum fyrir framan sterka miðju sem Javier Macherano og Xabi Alonso leiddu. Byrjunarliðið var frábært og mögulega eitt af sterkara byrjunarliðum Evrópu á þeim tíma – en það sem tapaði, að mínu mati, titlinum fyrir Liverpool var átakanlegur skortur í breidd og þá sérstaklega í sókninni.

Victor Moses skildi ekki mikið eftir sig hjá Liverpool

Victor Moses skildi ekki mikið eftir sig hjá Liverpool

Skellurinn frá því að þurfa að leita til David N’Gog til að fylla skarð Fernando Torres var nú nokkuð harður. Robbie Keane sem átti að mynda flott sóknarþríeyki með Torres og Gerrard gerði álíka jafn mikið gagn og blindur leiðsögumaður á ókunnu svæði áður en hann var sendur aftur með skottið á milli lappana til liðsins sem Liverpool keypti hann frá. Manchester United hrifsaði titilinn þetta árið en ástæðan var einföld, þeir höfðu gæðin og hópin til að gera það sem Liverpool tókst ekki – að breyta jafnteflum í sigra.

Í fyrra var staðan svipuð. Liverpool liðið var frábært. Hársbreidd frá titlinum. Byrjunarliðið bar af á mörgum sviðum með þá Suarez og Sturridge í fararbroddi, það var sóknartvíeyki sem líklega öll félög hefðu viljað geta haft á sínum snærum. Staðan var nær sú sama og 2008-2009 tímabilið, ef maður fór mikið lengra en ‘tófta eða þrettánda’ mannin í hópnum þá var restin svona nokkuð gagnslaus. Victor Moses, Iago Aspas og Luis Alberto áttu að vera svona helstu möguleikar til að dreifa álaginu og létta af pressunni á aðalmönnunum í sóknarleiknum – þeir skiluðu marki og stoðsendingu á milli sín í þeim leikjum sem þeir spiluðu.

Þeir eru nú allir farnir ásamt Luis Suarez. Við eigum nú líklega ekki eftir að taka eftir því að neinn þeirra vanti – fyrir utan augljóslega Suarez! Kannski við rifjum upp nafn Iago Aspas ef Liverpool tekur einhvern tíman stutta hornspyrnu í vetur  *skjálfti.

Lambert þvingaði Zabaleta til að skora sjálfsmark

Lambert hefur átt nokkuð stóran þátt í tveimur mörkum eftir að hann kom inn á í báðum leikjunum til þess – hann þvingaði Zabaleta til að skora sjálfsmark gegn Man City

Félagsskiptagluggi sumarsins hefur Liverpool, að því virðist, reynt að nýta í að laga eitt stærsta vandamál síðustu leiktíðar og um leið reynt að fylla skarð Luis Suarez á kannski umdeildan hátt eða með því að reyna að fá fleiri nothæfa og frambærilega leikmenn í hópinn þó enginn sé kannski á pari við Suarez hvað einstaklingsgæði varðar. Þess má til ‘gamans’ geta að lang stærstur hluti marka og stoðsendinga eftir að leikmanni var skipt inn á undir stjórn Rodgers kemur frá ‘lykilmönnum’ eins og Sturridge, Sterling og Henderson.

Adam Lallana, Rickie Lambert, Lazar Markovic, Mario Balotelli voru fengnir inn í sóknina til að fylla skarð þeirra sem fóru í sumar ásamt því að breiddin í bakvarðarstöðum, miðverðinum og á miðjunni var bætt. Ef við gefum okkur að Liverpool hyggst spila líkt og það gerði á síðustu leiktíð, þ.e.a.s. með 4-3-3 útfærslu eða demantsmiðju með tvo framherja þá mun nær alltaf einhverjir af Lallana, Lambert, Balotelli, Markovic, Sterling, Coutinho, Borini, Sturridge vera á bekknum eða hugsanlega utan hóps. Sakho, Skrtel, Lovren, Toure, Coates og Agger eru að berjast um miðvarðarstöðurnar. Emre Can, Joe Allen, Coutinho, Henderson, Lucas og Gerrard koma til með að berjast um miðjustöðurnar. Jon Flanagan, Alberto Moreno, Javier Manquillo, Glen Johnson og Jose Enrique berjast um bakvarðarstöðurnar. Eflaust munu einhverjir fara fyrir gluggalok en breiddin í Liverpool hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er í dag.

Lallana og Balotelli eiga enn eftir að vera í hóp hjá Liverpool

Lallana og Balotelli eiga enn eftir að vera í hóp hjá Liverpool

Það eru aðeins tveir deildarleikir búnir þegar þetta er skrifað en í báðum leikjunum sem liðið hefur spilað þá má segja að skiptimennirnir sem komu inn á fyrir Liverpool í þeim leikjum höfðu áhrif og tóku til sín. Eitthvað sem var afar óalgengt á síðustu leiktíð. Joe Allen og Rickie Lambert létu mikið af sér kveða í fyrsta leiknum gegn Southampton og sömu sögu má segja um Lazar Markovic og Rickie Lambert í leiknum gegn City. Þá má geta þess að Mario Balotelli og Adam Lallana hafa ekki enn verið í leikmannahópi liðsins.

Leikjaálagið kemur til með að aukast hjá Liverpool í vetur þar sem liðið tekur loksins aftur þátt í Meistaradeild Evrópu og er klárt mál að sterk breidd var mikilvægt atriði hjá Brendan Rodgers í sumar og verður fróðlegt að sjá hve mikil áhrif þessir leikmenn sem bættust við hópinn í sumar munu hafa. Eitt er víst að þeir þurfa allavega að standa sig virkilega illa til að vera eitthvað verri en þeir sem fylltu út í hópinn á síðustu leiktíð.


Hræðslubóner

Gæti Rodgers náð að "beisla" Balotelli?

Gæti Rodgers náð að „beisla“ Balotelli?

Afar óvæntar fréttir hafa verið að berast nýlega. Liverpool er í viðræðum við AC Milan um kaup eða lánsdíl á Mario Balotelli!

Kannski ef maður grefur aðeins dýpra í þennan mögulega díl þá er þetta kannski ekki svo óvænt og furðulegt og maður heldur. Balotelli er á góðum aldri, býr yfir mikilli reynslu er frábær fótboltamaður en honum fylgir ákveðinn pakki og áhætta sem reyndar keyrir niður verðmat hans. Slíkur díll öskrar „MONEYBALL!“ og er þetta afar heiðarleg tilraun til að fá mögulegan heimsklassa framherja á lítinn pening.

Þetta er nú ekki svo einfalt, er það?

Eins og segir þá fylgir Balotelli heldur vafasamur pakki. Þetta er pakki sem hefur orsakað það að fyrrum þjálfarar hans hafa gefist upp á honum. Það leikur enginn vafi á að Balotelli er frábær leikmaður en hann hefur sinn djöful að draga.

Balotelli hefur fengið á sig stimpil fyrir að vera latur, snarvitlaus og jafnvel bara heimskur. Hann er skrautlegur karakter sem dettur ótrúlegustu hlutir í hug, ekki illir hlutir heldur meira illa ígrundaðar ákvarðanir og athæfi sem geta haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þarna eru bæði atvik innan vallar sem utan.

Balotelli á það til að fá heimskuleg spjöld

Balotelli á það til að fá heimskuleg spjöld

Hann á það til að missa hausinn á vellinum og annað hvort lýtur út fyrir að hann hafi engan áhuga á því sem hann á að vera að gera eða hann missir sig í vitleysu og á þann leiðinlega ósið að næla sér í rauð spjöld. Sjáum til að mynda hér um árið þegar hann var búinn að vera inn á í átján mínútur gegn Liverpool þgar hann var hjá City áður en hann var rekinn útaf með tvö gul fyrir heimskuleg brot.

Dómgreind Balotelli er ekki metin á mikið og hefur það, ásamt votti af agaleysi orsakað það að virtir stjórar eins og Roberto Mancini, Jose Mourinho og fleiri virðast bara missa þolinmæðina á honum og hann endar á að fara annað. Er eitthvað sem segir að flutningur til Liverpool skili einhverju meiru fyrir hann? Getur Rodgers tamið Balotelli fyrst að menn eins og Mancini og Mourinho gátu það ekki?

Tölfræði hans í óþarfa spjöldum í gegnum tíðina er ekki merkilegt. Held ég hafi rekist á tweet í gær þar sem var talað um að í átjánda eða tuttugusta hverjum leik verður honum vísað út af með rautt spjald. Það er ekki merkileg tölfræði fyrir framherja. Af hverju ætti Liverpool að vilja taka séns á þannig leikmanni?

Jú, Mario skorar mörk og býr þau líka til.

Hann á að baki 54 deildarleiki í Úrvalsdeildinni með Manchester City, í fimmtán þeirra hefur hann komið af varamannabekknum, og hann á 20 mörk og fjórar stoðsendingar í þeim leikjum. 102 leikir í Serie A, 33 sem skiptimaður, og 46 mörk og 21 stoðsending.

Mömmustrákurinn Balotelli segist vera misskilin persóna

Mömmustrákurinn Balotelli segist vera misskilin persóna

Hann er frábær framherji, vinnsuemin og pressan er kannski ekki sú merkilegasta en komdu boltanum á Balotelli í og við teiginn og þá lætur hann af sér kveða. Hann er með frábæra skotfætur, sterkur í loftinu og skorar mörk í öllum regnboganslitum. Hann er stór og sterkur en nokkuð fljótur yfir og hefur mikla sköpunargáfu bæði í að búa til færi og skjóta sjálfur (greddan?). Hann skýtur mjög mikið, líkt og Luis Suarez gerir og þar af leiðandi eru mörg marka hans úr furðulegum stöðum.

Hæfileikarnir í Balotelli eru til staðar og í raun er hann einn, að mínu mati allavega, af betri leikmönnum Evrópu á sínum degi. Hann hefur þetta allt, hann hefur bara ekki náð að sanna það reglulega áður. Kannski getur hann það en kannski ekki. Hann hefur ekki alltaf fúnkerað í liðum útaf einhverjum ástæðum og eru margir sem telja hann afar líklegan til að geta splundrað upp heilu og hálfu liðunum með athæfum sínum. Það er kannski ekki alveg rétt því Balotelli hefur unnið fjölda af titlum á sínum ferli og lið hans eru oft mjög sigursæl.

Maður óttast Balotelli. Ég óttast hvað getur gerst ef að Liverpool kaupir hann og ég óttast hvað geti gerst ef eitthvað annað lið kaupir hann. Hvað ef hann er að fara að ná sínu besta fram? Er þá ekki betra að hafa hann með sér en á móti ef svo verður raunin?

Ég veit það allavega fyrir víst að ef hann verður keyptur til Liverpool þá verð ég með líklega spenntur þegar hann er á vellinum því hann getur gert ótrúlega hluti á vellinum en á nákvæmlega sama tíma verð ég líka skíthræddur – því hann gerir oft ótrúlega hluti inn á vellinum!

Hræðslubóner er kannski bara fínt orð yfir tilfinningarnar sem tilhugsunin um Balotelli í Liverpool-búning vekur.


Jákvætt orðspor

Raheem Sterling er orðinn lykilmaður í liði Liverpool og byrjar leiktíðina með látum!

Raheem Sterling er orðinn lykilmaður í liði Liverpool og byrjar leiktíðina með látum!

Síðastliðna helgi vann Liverpool opnunarleik sinn í ensku úrvaldseildinni á þessari leiktíð. Baráttusigur gegn Southampton var raunin og stór þáttur í þeim sigri var ungstirnið Raheem Sterling sem skoraði og lagði upp mörk Liverpool í leiknum. Ungstirni? Kallar maður Sterling það ennþá?

Allavega…

Raheem Sterling steig upp í erfiðum leik og kannski óhætt að segja að hann hafi skilað miklu frá sér sem skildi liðin að. Þetta er ekkert nýtt, hann gerði þetta líka á seinni hluta síðustu leiktíðar. Hann er að vaxa sem leikmaður og er að gera það hratt, með þessum hraða og stöðugu framförum, hvar er hann að fara að enda?!

Hann er einn margra leikmanna Liverpool sem munu líklega koma til með að spila stór hlutverk hjá liðinu í vetur og mögulega á komandi árum og eru á 23-24 aldursári eða yngri (og margir þeirra sem eru 23-24 ára í dag hafa verið í liðinu frá því þeir voru yngri). Ég sá eitthvað um það í fyrra að Liverpool væri með lægsta meðalaldur í liði sínu á síðustu leiktíð sem er mjög aðdáunarvert miðað við árangurinn sem liðið náði með því að keyra á svona ungum leikmönnum í nokkrum lykilstöðum og hlutverkum.

Á undanförnum tímabilum höfum við horft upp á unga leikmenn eins og Raheem Sterling, Jordan Henderson, Joe Allen, Daniel Sturridge og Jon Flangan svo einhverjir séu nefndir vaxa og dafna í þessu Liverpool liði og eru vaxnir upp í mjög góða leikmenn – sem eiga líklega enn nokkur ár í að ná sínum hæstu hæðum á ferlinum.

Ungir leikmenn eru í góðum höndum hjá Rodgers

Ungir leikmenn eru í góðum höndum hjá Rodgers

Þetta virðist vera að skila sér til félagsins. Liðið hagnast á því að hafa haft þessa leikmenn, og fleiri til, í sínum röðum og getað mótað þá að þeirra hugmyndum, stíl og samstíga hafa þeir þróast með liðinu. Þetta er orðið einkenni, að ég tel, á Liverpool sem félagi og spilar knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers þar stórt hlutverk.

Brendan Rodgers hefur í gegnum sinn ferill sem knattspyrnustjóri og unglingaliðsþjálfari ekki farið leynt með það hve mikilvæg þróun ungra leikmanna sé fyrir hann. Hann lætur kné fylgja kviði og hikar varla við að henda krökkunum í hópnum út í djúpu laugina og oftar en ekki launa þeir honum það.

“I believe a young player will run through a barbed wire fence for you. An older player looks for a hole in the fence, he’ll try and get his way through it some way, but the young player will fight for you.”

Þessi orð hans hafa verið hengd upp í unglinga akademíu Liverpool las ég í viðtali við Alex Inglethorpe, nýráðinn yfirmann Akademíu félagsins og fyrrum þjálfara u21 árs liðsins. Þar minntist hann einnig á hve duglegir Rodgers og aðstoðarmenn hans eru við að koma niður í útungunarstöðina og fylgjast með strákunum sem eru að æfa þar og gaf hann í skyn að Rodgers sé farinn að þekkja leikmenn niður í u12 ára lið félagsins. Hann vill þekkja alla þessa leikmenn svo hann þekki styrki þeirra, veikleika og svona þegar vonandi kemur að því að þeir séu kallaðir á Melwood.

Bilið á milli unglingastarfsins og aðalliðsins hjá Liverpool virðist ekki eins stórt hjá öðrum liðum og virðist mikil áhersla hjá félaginu að gera leið þessara stráka í aðalliðið eins greiðfæra og mögulegt er. Það ríkir mikill metnaður hjá félaginu á þessu sviði.

Rodgers segir að Origi geti orðið einn besti leikmaður heims!

Rodgers segir að Origi geti orðið einn besti leikmaður heims!

Þetta virðist líka vera farið að leiða afar gott af sér hjá félaginu. Fréttir herma að nú sé Jordon Ibe, einn allra efnilegasti leikmaður liðsins, á leið til Bolton á láni út leiktíðina og þrátt fyrir að hafa kannski ekki spilað margar mínútur með aðalliðinu (enda aðeins 18 ára gamall) þá virðist sem að stjóri Bolton hafi barist mikið fyrir því að fá hann í sínar raðir, hafi meira að segja hafnað því að fá aðra leikmenn til að geta fengið hann og komið honum beint í byrjunarlið sitt. Ibe hefur lengi verið í kringum aðallið Liverpool og það er farið að segja sitt ef leikmaður er að gera það. Liverpool hefur helling af efnilegum leikmönnum í sínum röðum og ef einn slíkur er viðloðinn aðalliðið, þá hlýtur margt að vera í hann spunnið – ekki satt?

Tiago Ilori og Suso áttu góða lánsdvöl á síðustu leiktíð í liðum í spænsku La Liga, Suso er kominn aftur í hópinn hjá Liverpool í bili í það minnsta og Ilori hefur verið lánaður til Bordeaux í Frakklandi þar sem hann gæti fljótlega dottið í byrjunarliðið. Fabio Borini stóð sig vel hjá Sunderland á láni í fyrra, það vel að Sunderland er tilbúið að greiða Liverpool 14 milljónir punda fyrir hann. Joao Teixeira fór á láni til Sami Hyypia og félaga í Brighton í 1.deildinni og byrjaði á að skora og leggja upp í fyrsta heila leik sínum fyrir liðið. Luis Alberto fór til Malaga á láni og spilaði vel á undirbúningstímabilinu með þeim. Allir þessir hafa verið eitthvað viðloðnir við aðalliðið og hafa nú tekist að fá góða lánssamninga hjá öðrum liðum í stórum deildum. Líklegt er að enn fleiri leikmenn munu gera það líka á næstu misserum.

Liverpool er, að því virðist, vera farið að skapa sér flott nafn í þessum málum. Lið eru nú dugleg við að leita til félagsins í þeirri von um að fá unga og góða leikmenn að láni, það hefur ekki alltaf reynst liðinu auðveldlega á síðustu árum en með auknum gæðum og árangri þá virðist það bætast helling.

Í sumar hefur það ekkert farið á milli mála hve heillandi staður Liverpool er fyrir unga leikmenn sem langar til að vaxa og dafna sem leikmenn í góðu liði þar sem þeir fá traust og tækifæri til að ná sínu besta fram.

Emre Can, Divock Origi, Lazar Markovic, Alberto Moreno og Javier Manquillo eru allt gífurlega spennandi leikmenn sem virðast hafa ákveðið að koma til Liverpool vegna þess að þarna er boðið upp á allt sem þeir geta óskað eftir til að blómstra. Rodgers og Liverpool bjóða þeim grundvöllinn og sviðið til að ná langt, þeir þurfa bara að leggja hart að sér.

“I believe that Mr Rodgers will help me to become even better, just like he did with other young players. We’ll see where the coach will put me because I can play many positions and for every one of them there is great competition. I will give it my all.”  – Lazar Markovic

„The fact we have a young team and can grow. That’s the most exciting part. With the coach we have, he’s a great manager who can handle a young team, and we also have experienced players. For me it’s very exciting. I think we can go very far – we have a lot of quality in the group.“ – Divock Origi

„Yes, it was an easy decision for me to sign with Liverpool as I had a very good chat with the manager, which clearly showed that the club and he wanted to sign me. This was important for me. I can say it was an easy decision for me.“ – Emre Can

„I was promoted to the Sevilla first team only a year-and-a-half ago – I know that’s not a long time and I still have a lot to learn and improve. At a club like Liverpool, which has a number of great players, I know I’ll have the opportunity to grow. The Premier League is also very competitive and I hope that will also be helpful for me to develop as a player.“ – Alberto Moreno

„Firstly, I’m coming here to earn my place in the side, and above all, like any footballer to keep on improving as much as I can in training and compete to the very best of my ability.“ – Javier Manquillo

Miklar vonir eru bundnar við Lazar Markovic hjá Liverpool

Miklar vonir eru bundnar við Lazar Markovic hjá Liverpool

Kannski les maður of mikið úr viðtölum en allir þessir ungu leikmenn sem Liverpool hefur keypt í sumar tala mikið um þetta unga lið, stjórann sem gefur tækifæri og frábæran vettvang til þess að þróast og læra sem leikmaður. Það er greinilegt að aðdráttarafl Liverpool í þessum efnum er orðið gífurlega mikið. Ég er viss um að þessi menn hafa litið á þá ungu leikmenn sem fyrir voru og vonast til að ná jafn hraðri og flottri þróun og þeir.

Fyrir neðan aðalliðið þá hefur félaginu gengið afar vel að fá til sín nokkra af allra efnilegustu leikmönnum Englands og er efniviðurinn í unglingastarfi félagsins líklega meiri en hann hefur nokkurn tíman verið. Ungir leikmenn virðast vera farnir að stökkva á tækifærið til að læra hjá Liverpool og mun það vonandi skila þeim og Liverpool bjartri framtíð.

Þetta lofar allt mjög góðu og verður afar fróðlegt að fylgjast með þróun ungra leikmanna hjá Liverpool á næstu árum. Það eru margir afar áhugaverðir leikmenn innan raða félagsins og eru þeir í afar traustum höndum á meðan Brendan Rodgers heldur um taumana.


Fórnarlömb eigin velgengni

Það er líklega afar þungt yfir stuðningsmönnum Southampton

Það er líklega afar þungt yfir stuðningsmönnum Southampton

Maður getur ekki annað en funnið til með stuðningsmönnum Southampton þessa dagana.

Síðastliðnar tvær leiktíðir hefur Southampton komið sér heldur betur á kortið í Úrvalsdeildinni. Félagið vann sig upp um tvær deildir á tveimur leiktíðum undir stjórn Nigel Adkins sem byrjaði með þá í Úrvalsdeildinni en var svo rekinn skyndilega. Á þeim tíma virkaði það afar furðuleg ákvörðun hjá Southampton sem gerði að margra mati fremur „vafasama“ ráðningu þegar hinn argentíski Maurico Pochettino var ráðinn.

Adkins gerði frábæra hluti með að koma liðinu upp í efstu deild en Pochettino var talinn betri kostur til að taka liðið næstu skref. Það reynist vera flott skref og liðið undir hans stjórn náði betri tökum á deildinni og á endanum var Southampton liðið orðið einna skemmtilegasta og vel spilandi lið deildarinnar á síðustu leiktíð. Hápressu fótbolti, hraði og kraftur. Leikmenn blómstruðu og allt lék í lyndi, þar til….

Why do all good things come to an end? Spyr Nelly Furtado. Af hverju taka allir góðir hlutir einhvern tíman enda?

Jú, sjáið nú til. Southampton er orðið fórnarlamb. Félagið er orðið fórnarlamb eigin velgengni.

Með upprisu Southampton á stóra sviðinu fara fleiri augu að beinast til þeirra. „Stærri“ félög sem hafa meira aðdráttarafl fyrir leikmenn heldur en Southampton, geta boðið upp á Meistaradeildarþátttöku, meiri pening og hafa háleitari markmið, fara að horfa hýrum augum á þá auðlind af hæfileikjum sem Southampton er orðin.

Undanfarin ár hefur Southampton búið til marga frábæra leikmenn og ber þar hæst að nefna Theo Walcott, Alex Oxlade-Chamberlain og Gareth Bale sem hafa komið í gegnum unglingastarf félagsins á meðan það var í neðri deildum Englands og endað á að fara á stærra svið fyrir háar fjárhæðir sem Southampton nýtti algjörlega á réttan hátt – þeir fjárfestu vel í uppbyggingarstarfi sínu og héldu áfram að framleiða mikið af sínum eigin leikmönnum.

Þeir koma upp í úrvalsdeildina og slá í gegn með ungt lið. Hæfileikaríkir heimalingar vöktu athygli annara félaga. Leikmenn eins og Adam Lallana, Luke Shaw, Nathaniel Clyne, James Ward-Prawse, Jay Rodriquez og Rickie Lambert voru á meðal þeirra leikmanna sem skutust heldur betur í umræðuna með flottum frammistöðum sínum í efstu deild með Southampton. Margir hverjir á besta aldri og með aukinni áherslu Úrvalsdeildarinnar á fjölda breskra leikmanna í liðum deildarinnar þá eykst mikilvægi slíkra leikmanna og því sleiktu mörg félög út um þegar þau horfðu til Southampton.

Pochettino yfirgaf Southampton og tók við Spurs.

Pochettino yfirgaf Southampton og tók við Spurs.

Það var því aðeins tímaspursmál hvenær lið létu til skarar skríða. Síðastliðið sumar sluppu þeir vel frá því að missa leikmenn frá sér og bættu í raun við sig flottum leikmönnum eins og Dejan Lovren, Victor Wanyama, Gaston Ramirez og Pablo Osvaldo. Liðið fór að sýna mikinn metnað og stefndi skrefinu lengra en áður með Pochettino í fararbroddi.

Southampton gat ekki haldið þessum verðmætum í kistu sinni mikið lengur og í sumar hófst uppskeran. Ávöxtur Southampton-trésins var tilbúinn til átu og stærri liðin sóttu fötur og voru tilbúin að tína. Góð myndlíking, ekki satt?

Þetta hófst á Tottenham. Lundúnarliðið var í slæmum málum og stjóralausir eftir að tveimur stjórum hafði mistekist að láta til sín kveða á liðinni leiktíð. Þeir horfðu til Pochettino og töldu hann vera manninn til að ná meira úr liðinu en forverar hans og vonast til að hann nái að endurskapa það sem hann gerði hjá Dýrlingunum í Southampton og betrumbæta það hjá Tottenham. Southampton ákváð að standa ekki í vegi fyrir Pochettino og Tottenham og réð á endanum Ronald Koeman sem eftirmann hans.

Luke Shaw var keyptur á slatta pening til Man Utd

Luke Shaw var keyptur á slatta pening til Man Utd

Manchester United klófesti vinstri bakvörðinn unga Luke Shaw og greiddi hátt í þrjátíu milljónir punda fyrir leikmanninn sem var í leikmannahópi Englands á Heimsmeistaramótinu og gífurlega miklar vonir eru bundnar við þennan strák sem átti að hafa haft mörg lið á eftir sér í sumar, þar á meðal Chelsea.

Liverpool ákvað að gera gott betur og er nú þegar búið að tryggja sér tvo leikmenn frá Southampton og sá þriðji er alveg við það að klára félagsskipti sín þangað líka. Liverpool greiðir Southampton eitthvað á milli 35 til 45 milljónir punda fyrir þessa þrjá leikmenn. Sóknartengiliðurinn Adam Lallana, framherjinn Rickie Lambert og varnarmaðurinn Dejan Lovren munu líklega allir vera leikmenn Liverpool þegar deildin hefst um miðjan ágúst.

Lambert, Lovren, Lallana, Liverpool - hvað eru mörg L í því?

Lambert, Lovren, Lallana, Liverpool – hvað eru mörg L í því?

Arsenal lætur sig ekki vanta í partí-ið og er að næla í Calum Chambers fyrir einhverjar tólf til sextán milljónir punda og munu líklega fara langt í að reyna að kaupa Morgan Schneiderlin líka, sem mun líklega kosta yfir tuttugu milljónir punda.

Þá hafa leikmenn eins og Nathaniel Clyne, Ward-Prowse og Jay Rodriquez verið taldir hafa mörg lið á eftir sér og þykir ekki ólíklegt að boðið verði í einhvern þeirra áður en langt um líður.

Ungir leikmenn eins og Ward-Prowse, Harrison Reid og Sam Gallagher koma líklega til með að fá stærri hlutverk í liðinu á næstu leiktíð en þeir eru allir mjög efnilegir ungir leikmenn sem munu eflaust vekja mikla athygli þegar líður á. Rándýrin munu sitja og bíða eftir að bráð sín fái aðeins meira kjöt á beinin áður en það ræðst til atlögu.

Southampton er á afar erfiðum stað, sem er svo algengt að gerist þegar lið lenda í slíkum aðstæðum, og næstu skref þeirra eru afar mikilvæg og má ekki mikið út af bregða til að mikið fari úrskeiðis og ævintýri þeirra hugsanlega tekið enda.

Chambers er á leið til Arsenal. Schneiderlin hugsanlega líka.

Chambers er á leið til Arsenal. Schneiderlin hugsanlega líka.

Tímapunkturinn á öllum þessum sölum er kannski réttur. Verðmæti marga þessara leikmanna verður líklega aldrei eins hátt og það var í dag og í kjölfarið hefur Southampton á milli handa sinna fjárhæðir sem þeim hefði líklega ekki einu sinni getað dreymt um að nota til styrkingu á liði sínu. Í þessu tilfelli getur maður jafnvel bara sagt; að byggja nýtt lið.

Þetta er alls ekki eina skiptið sem við sjáum lið standa sig vel eða standa sig ekki nógu vel en hafa góða leikmenn innanborðs sem standa sig vel og vekja athygli frá liðum í betri aðstæðum. Slíkt hefur og getur gerst hjá stórveldum í boltanum; á síðustu árum hefur til að mynda Liverpool þurft að horfa á eftir leikmönnum eins og Javier Mascherano, Xabi Alonso, Alvaro Arbeloa, Fernando Torres og líklega fleirum, liðið náði mögulega ekki að tryggja mönnum það sem þeir áttu eða þeir horfðu á grasið hinu megin við ánna og töldu það girnilega. Í sumum tilfellum reyndist það rétt, í öðrum kannski ekki eins mikið.

Borussia Dortmund vann þýsku deildina tvö ár í röð fyrir ekki löngu síðan, komst mjög langt í Meistaradeildinni og fleira með mjög spennandi lið, stútfullt af áhugaverðum leikmönnum. Þrátt fyrir góðan árangur gekk þeim brösulega að halda leikmönnum sínum frá freistingum ríkari félaga boltans. Leikmenn eins og Shinji Kagawa, Nuri Sahin, Mario Gotze, Robert Lewandowski og fleiri mjög mikilvægir leikmenn fyrir þá hafa farið til annara félaga fyrir meiri pening, stærri markmið eða hvað svo sem manni dettur í hug.

„Minni“ lið Evrópu eða stórlið úr „minni“ deildum sem gera vel í Evrópukeppnum geta kvatt sína bestu leikmenn strax því þeir fara yfirleitt afar fljótt í kjölfar góðs árangurs og félögum tekst oft ekki að byggja á því sem áður hafði áorkast vegna þess. FC Porto, Benfica, Basel, Sevilla og fleiri lið eru á meðal þeirra liða sem hafa vegnað vel í Evrópukeppnum undanfarin ár og komið á óvart á tíðum. Áhugaverðir leikmannahópar þeirra verða til þess að mikið er horft til þessara félaga sem selja þegar hámarks peningur fæst fyrir leikmenn.

Það virðist vera þannig að sama hvernig stöðu félögin telja sig vera í. Það er alltaf líklegt að einhver reyni að njóta góðs af árangri sem næst hjá öðrum liðum. Þannig er það bara. Öll rándýrin vilja ná í bestu bráðina.

Það er klárt mál að Southampton er fórnarlamb þessa félagsskiptaglugga. Oft hefur maður séð „stolið“ af liðum en maður man varla eftir einhverju í líkingu við þetta. Southampton er fórnarlamb, nú er spurningin hvort félagið ætli bara að liggja og vola yfir þessu öllu saman eða hvort það muni gera það besta úr þessu og berjast á móti.

Ég sendi baráttukveðjur til Southampton og stuðningsmanna þeirra.


Kaupæðið í Liverpool

Adam LallanaNæstum-því-Englandsmeistarar Liverpool hafa heldur betur verið duglegir í leikmannaglugganum í sumar. Enn er um það bil ein og hálf vika eftir af júlí mánuði og ekki er það langt síðan Úrvalsdeildin kláraðist. Liverpool, sem var hársbreidd frá því að vinna loksins Englandsmeistaratitil á síðustu leiktíð, er komið aftur í Meistaradeild Evrópu eftir alltof langa bið. Félagið virðist nýta sér þátttökuréttinn í keppninni til hins ítrasta ásamt mikilli aukningu í gróða frá auglýsingjatekjum, sjónvarpssamningum og fé fyrir þátttöku í Meistaradeildinni, með því að vera búið að næla sér í fjóra nýja leikmenn.

Fjórir nýjir leikmenn hafa nú þegar bæst við í hópinn. Southampton tvíeykið Rickie Lambert og Adam Lallana, hinn bráðefnilegi og öskufljóti Lazar Markovic kom frá Benfica og þýska tröllið Emre Can, Der Wunderkind eins og ég vil meina að hann sé kallaður í heimalandinu (hann er það samt ekki), kom frá Leverkusen. Fínt mál. Fjórir nýjir leikmenn sem kosta einhverjar 50-60 milljónir punda. Liverpool er heldur betur að spreða, ekki satt?

Þetta virðist þó bara vera byrjunin á eyðslu Brendan Rodgers og félaga í sumar sem virðist staðráðnir í að styrkja hópinn fyrir komandi leiktíð. Í þessari viku gæti Liverpool hugsanlega verið að næla í þrjá leikmenn til viðbótar. Loic Remy gæti þess vegna verið í flugvél á leiðinni til Boston í þessum töluðu orðum til að hitta starfsmenn félagsins, gangast undir læknisskoðun og klára átta milljóna punda félagsskipti frá QPR til Liverpool. Belgíska ungstirnið Divock Origi sem lét ljós sitt skína á Heimsmeistaramótinu gæti sömuleiðis klárað sín mál í þessari eða næstu viku og orðið leikmaður liðsins þó hann færi líklega aftur á láni til Lille sem Liverpool kaupir hann þá frá. Sterkar heimildir virðast einnig vera fyrir því að króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren sé einnig að fara að klára fimmtán til tuttugu milljóna punda félagsskipti sín til Liverpool frá Southampton og yrði þá þriðji leikmaður Southampton til að skipta yfir í Liverpool í sumar. Liverhamptonpool? Southpool? Liverhampton?

Lazar Markovic

Lazar Markovic

Klári Liverpool þessi þrjú félagsskipti þá hafa sjö nýjir leikmenn gengið til liðs við félagið (sex koma inn í hópinn ef Origi fer aftur á lánssamningi til Lille). Það er þó afar líklegt að Liverpool sé ekki enn hætt á markaðnum þó þetta klárist í næstu viku. Liðið mun líklega reyna að klára samningaviðræður við Sevilla um kaup á vinstri bakverðinum Alberto Moreno, sem lítur skemmtilega út eins og óskilgetið afkvæmi Xabi Alonso og Steven Gerrard, og svo heyrast orðrómar um að Rodgers vilji bæta einum háklassa miðjumanni í liðið (og hver veit nema hann leiti að öðrum sóknarmanni í viðbót til að fylla skarð Suarez).

Eyðsla Liverpool gæti því farið vel yfir 100 milljónir punda, sem verður þó kannski ekki mikil eyðsla því félagið hefur selt Suarez fyrir 75 milljónir punda, Borini og Assaidi gætu farið fyrir samanlagðar 21 milljón punda og þá gætu leikmenn eins og Martin Kelly, Kolo Toure, Daniel Agger, Pepe Reina, Sebastian Coates og Lucas Leiva mögulega yfirgefið líka og bætt enn meiri pening í kassan. Því gæti Liverpool kannski farið langleiðina með því að vinna upp eyðslu liðsins. Liverpool á nóg af pening til að leika sér með án þess að sölur fari að telja í. Af hverju ætli Liverpool sé að eyða í sumar?

Tímasetning og aðstæður

Rickie Lambert: Liverpool's number 9!

Rickie Lambert: Liverpool’s number 9!

Síðustu félagsskiptagluggar hafa ekki reynst Liverpool sérstaklega vel. Liðið hefur misst af mörgum leikmönnum; ýmist vegna þess að önnur félög heilluðu leikmenn meira, félagið var yfirboðið eða að samningaviðræður við önnur félög um kaupverð höfðu siglt í strand. Á síðustu leiktíð missti liðið af því að kaupa (vegna ólíkra ástæðna) Willian, Henrik Mkhitaryan, Diego Costa, Mohammed Salah og Yevhen Konoplyanka svo einhverjir séu nefndir. Liðið nældi í mjög fína leikmenn í Mamadou Sakho og Simon Mignolet sem, til skamms tíma allavega, eru þeir einu sem hafa fest sig í sessi hjá liðinu frá síðasta sumarglugga. Iago Aspas og Luis Alberto hafa báðir verið lánaðir til Spánar, Kolo Toure líklegast á útleið og Tiago Ilori, sem á líklega bjarta framtíð hjá félaginu verður lánaður út til að fá meiri leikreynslu. Victor Moses og Aly Cissokho sem voru á láni hjá liðinu í fyrra gerðu lítið sem ekkert og voru sendir aftur til baka.

Á leiktíðinni þar á undan var Nuri Sahin sendur aftur til baka til Real Madrid eftir að Rodgers var ekki nógu ánægður með frammistöðu hans þegar hann kom á láni. Fabio Borini, sem gekk illa að aðlagast á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool vegna meiðsla var lánaður til Sunderland í fyrra og hugsanlega seldur í sumar. Assaidi spilaði lítið á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool, var lánaður til Stoke í fyrra og verður líklega seldur þangað í sumar. Liverpool hefur ekki vegnað rosalega vel á markaðnum hingað til þó vissulega hafa verið keyptir frábærir leikmenn eins og Philippe Coutinho, Daniel Sturridge og já, ég ætla að henda Joe Allen hérna líka – hann átti erfitt uppdráttar vegna meiðsla á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool en er að finna sig núna og spila vel.

Í ár, eftir frábært tímabil sem kom Liverpool aftur á kortið sem frábært sóknarlið sem barðist um deildartitilinn og tryggði sig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, er kjörið tækifæri fyrir félagið að spýta í lófana og styrkja sig af ráði. Félagið hefur reynt að ná í hæfileikaríka leikmenn en gengið brösulega með það og hafa þá þrft að reyna að taka „sénsa“ á markaðnum með því að reyna að finna mikið af óslípuðum demöntum og leita undir steinum sem aðrir hafa ekki lyft til að finna eitthvað nytsamlegt. Nú ætti þeirri tíð sem liðið þarf að taka séns á leikmönnum eins og Aspas, Moses og Cissokho að vera lokið.

Félagið var sniðugt að næla í nokkra menn á stuttum samningum, lándílum eða fyrir lágt fé sem voru líklega ekki nægilega góðir en mjög þarfir svo félagið hefði þá einhverja breidd. Nú ætti Liverpool að geta fengið marga af þeim leikmönnum sem þeir ættu að vilja fá, ekki satt?

Stefna og styrking

Emre Can

Emre Can

Liverpool hefur misst sinn besta leikmann frá síðustu leiktíð eftir að Luis Suarez var seldur á metfé til Barcelona en að mínu mati hefur hópurinn frá því síðasta sumar styrkt sig. Kannski reynist það Liverpool-liðinu það of mikill missir að missa sinn besta leikmann en fjöldi frambærilegra eða mjög góðra leikmanna hefur líklega ekki verið meiri en hann virðist ætla að vera í sumar.

Victor Moses, Iago Aspas og Luis Alberto voru sóknarkostir Liverpool utan hefðbundins byrjunarliðs á síðustu leiktíð og áttu samanlagt eitt mark og tvær stoðsendingar í deildinni í fyrra. Glataður árangur, ef árangur skal kalla. Þeir eru nú allir á braut og í stað þeirra hafa Lazar Markovic, Adam Lallana, Rickie Lambert og fljótlega Loic Remy bæst í hópinn. Þarna er klárleg styrking á hópnum! Lallana, Lambert og Remy hafa allir reynslu úr Úrvalsdeildinni og á síðustu leiktíð skoruðu Lambert og Remy báðir yfir vel tíu mörk í deildinni og Lallana með níu, ásamt fjölda stoðsendinga. Bara það að fá þá í hóp með Sturridge, Coutinho, Sterling og jafnvel Borini (sem skoraði sjö mörk fyrir Sunderland á síðustu leiktíð) þá hafa gæðin í sóknarlínunni aukist og dreifst betur en á síðustu leiktíð (þó skarð Suarez sé enn mjög stórt og kannski ekki enn nægilega vel fyllt).

Dejan Lovren sem vonandi kemur líka til félagsins fljótlega mun einnig koma til með að styrkja hópinn varnarlega en hann er flottur miðvörður á góðum aldri sem gæti komið til með að nýtast bæði með Skrtel og Sakho við hlið sér, sem og auðvitað Agger líka en hugsanlega gæti hann komið til með að yfirgefa félagið í sumar og ýta kaup á Lovren nokkuð undir það held ég.

Tom Werner, einn af eigendum Liverpool, sagði í viðtali fyrir rúmlega tveimur árum síðan á meðan Dalglish var enn stjóri Liverpool:

„I would say we certainly have the resources to compete with anybody in football,“

Ég er ekki á því að hann hafi logið þarna við sáum í sumarglugganum undir stjórn Kenny Dalglish að félagið átti pening þó svo að sá peningur hafi nýst liðinu fremur illa það sumarið, fyrir utan auðvitað Jordan Henderson sem hefur verið frábær hjá félaginu undir stjórn Rodgers. Hins vegar þá hafa eigendurnir þurft að sæta gagnrýni fyrir að halda of fast um veski félagsins og með því að virðast ekki tilbúnir að borga aukalega til að fá ákveðna leikmenn til liðsins. Liverpool hefur verið sett, undir þeirra stjórn, sú princip regla að kaupa „value for money“ sem þýðir að kaupa leikmenn sem endurgreiða peningin sem þeir eru keyptir á með frammistöðum sem er annað hvort „jöfn“ því sem eytt var í þá eða þá jafnvel meiri sbr. Luis Suarez, Daniel Sturridge, Philippe Coutinho, Jordan Henderson osfrv.

Liverpool hefur eflaust fjármunina í að kaupa einna stærstu bita markaðarins en þeir virðast telja að þeir geti fengið betri díla fyrir leikmenn sem eru ekki komnir á þann stall á ferli sínum að kaupverð þeirra er komið í mjög háar hæðir. Það virðist vera upp á teningnum enn sem komið er í sumar, góðir leikmenn hafa verið keyptir á fínum verðum en enginn þeirra er stjarna. Liverpool nálgast markaðinn með það í huga að kaupa „rétta“ kostinn frekar en þann „besta“. Við skulum sjá hvað setur.

Leikmannakaup Spurs í fyrra

Leikmannakaup Spurs í fyrra

Er Liverpool að fara að Spurs-a?

Síðastliðið sumar seldi Tottenham einn af aðalkeppinautum Liverpool síðustu ára, lið sem hefur verið á svipuðum slóðum og Liverpool síðustu ár (jafnvel með smá yfirhönd hvað lokaárangur í deildinni varðar fyrir síðustu leiktíð), sinn allra besta leikmann síðustu ára Gareth Bale til Real Madrid fyrir himinháa fjárhæð. Félagið ákvað því að nýta þann pening og keypti einhverja sex eða sjö leikmenn fyrir aðallið sitt fyrir þann pening og hefur líklega horft á málið eins og Liverpool virðist gera núna. Missa einn frábæran en gera liðið sterkara með sex eða fleiri góðum eða mjög góðum leikmönnum.

Ævintýri Spurs bar ekki mikinn árangur á síðustu leiktíð. Andre Villas Boas þáverandi stjóri liðsins gekk illa að móta lið úr þessum nýju leikmönnum og var loks rekinn eftir skelfilega/stórkostlega (fer eftir því hvoru meginn við borðið maður situr) útreið gegn Liverpool á White Hart Lane þegar Liverpool kjöldróg Spurs 5-0 á útivelli. Inn kom „skemmtikrafturinn“ Tim Sherwood en hann náði ekki mikið betri árangri með þetta lið en undir hans stjórn fór Christian Eriksen, einn leikmaðurinn sem þeir keyptu sumarið áður, að detta í gang. Það var þó eitthvað jákvætt fyrir þá.

Lið Tottenham olli miklum vonbrigðum og náði liðið aldrei nokkru flugi. Einhverjir leikmannana sem keyptir voru í fyrra hafa verið orðaðir í burtu frá félaginu, sem segist ekki ætla að vera mjög virkt á markaðnum í sumar, en nýr stjóri þeirra gæti kannski reddað einhverju og nýtt þá leikmenn sem félagið eyddi fúlgum fjár í.

Í stað þess að styrkja sig með peningunum sem þeir fengu fyrir Bale þá náðu þeir í raun aldrei að gera það hingað til og má í raun segja að þeir hafi veikst á síðustu leiktíð. Ég meina, þeir enduðu með +4 í markahlutfalli á síðustu leiktíð!

Þetta óttast margir stuðningsmenn Liverpool og þetta er líklega það sem stuðningsmenn annara liða vonast eftir að komi til með að gerast. Er Liverpool jafn líklegt til að mistakast jafn illa og Spurs gekk að leika þennan leik eftir á síðustu leiktíð? Mitt svar er nei.

Maður horfir á kaup Spurs á síðustu leiktíð og þau ná ekki beint saman, það er ekki nein skýr lína á milli þeirra og erfitt að sjá út hvað sá sem keypti þennan hóp hugðist ná úr honum eða hvernig hann ætlaði að spila til að ná árangri. Þeir keyptu fína leikmenn, gæðalega séð eru þeir ekki slakir, en saman í hóp virka þeir ekki samstíga.

Þarna strax held ég að Liverpool sé mun betur statt til að leika þennan leik. Liðið hefur undir stjórn Brendan Rodgers byggt upp sinn stíl og mótað góða liðsheild með klára „stefnu“ hvað stjórinn vill fá út úr leikmönnum sínum og liði. Hápressa, hraði, tækni, útsjónarsemi, vinnusemi og áræðni. Flest allir, ef ekki allir, leikmenn sem Liverpool hefur keypt í sumar tikka í flest þessi atriði.

Lið Liverpool er enn það sama og það var í fyrra, fyrir utan Suarez, og miðað við hversu sterkt það er þá liggur þannig séð ekki eins mikið á að troða nýju leikmönnunum inn og það er því hægt að koma þeim „hægt og rólega“ í takt við liðið. Flestir þessara leikmanna komu frá eða hafa verið í liðum sem spila með svipuðum hætti og Liverpool, til að mynda Southampton, Leverkusen (og önnur þýsk lið) og Benfica. Þeir ættu því að þekkja til skipulags og áherslum þjálfarans.

Margir eru ekki hrifnir af því en það að kaupa leikmenn úr Úrvalsdeildinni er langt frá því að vera slæmur hlutur. Verðmiðar kannski hærri en annars staðar miðað við gæði og allt það en þarna held ég að ef maður kaupir „rétt“ þá minnka líkurnar á að leikmaður nái ekki að aðlagast deildinni. Lovren, Lallana, Lambert og Remy hafa allir reynslu af Úrvalsdeildinni sem gerir það líklega að verkum að þeir eru betur staddir í að koma strax inn í byrjunarliðið en til dæmis ungu strákarnir Can og Markovic sem koma úr öðrum deildum og gætu þurft smá aðlögunartíma. Þarna gerði Spurs kannski smá vitlaust og keyptu að ég held alla leikmenn sína síðastliðið sumar úr öðrum deildum, þeir þurftu því allir að aðlagast nýrri deild, nýju liði og nýjum aðstæðum.

Staða Liverpool eftir að hafa blandað sér í titilbaráttu og tryggt þátttökurétt í Meistaradeildinni með hörku spennandi og flott lið þýðir líklega að Liverpool sé í betri stöðu að fá leikmenn til sín en Spurs var síðastliðið sumar.

Næstu mánuðir munu skýra fyrir okkur hvort Liverpool sé að taka skrefið upp á við; halda sér í titilbaráttu, gera vel í Meistaradeild og jafnvel vinna titla eða hvort að liðið sé bara að  „gera Spurs“.


Á móti hverjum skora þeir?

Suarez SturridgeLuis Suarez er að fara frá Liverpool. Hann skoraði 31 deildarmark fyrir Liverpool á síðustu leiktíð, hvernig deildust þau mörk niður? Hverjir skora mörkin sem hann skilaði og hvar er mesta tapið sem fylgir brottför hans?

Eins og segir þá skoraði Luis Suarez 31 deildarmark á síðustu leiktíð. Heill hellingur! Ég hef farið inn á það hér fyrir neðan hve mikilvægur hann er og framlag hans til liðsins er eitthvað sem verður líklega ekki hægt að leysa með einum leikmanni á sama eða svipuðum gæðastuðli og hann. 31 mark og 12 stoðsendingar frá einum skrokk. Er hægt að deila því á milli fleiri leikmanna?

Hugmyndin af þessari litlu rannsókn kviknaði út frá því að ég var að lesa eitthvað sem fékk mig til að minnast þess hvað var talað um að Suarez hefur upp á að bjóða þegar hann var keyptur frá Ajax fyrir nokkrum árum. Hann hefur haft orð á sér að skora mikið af mörkum gegn lakari mótherjum, eins og við sáum þegar Liverpool kepptist við að vinna upp markatölu Man City undir lok síðustu leiktíð þá geta skoruð mörk skipt gífurlega miklu máli. Hvernig skoruðu aðrir leikmenn Liverpool og hugsanleg kaup í þeim leikjum?

Luis Suarez skoraði 17 mörk á heimavelli og 14 á útivöllum. Nokkuð jafnt þar á milli. Daniel Sturridge, næst markahæsti leikmaður liðsins skoraði 12 af 21 mörkum sínum á heimavelli og 9 á útivöllum. Báðir leikmenn traustir heima sem og úti, Sturridge spilaði ögn færri leiki en Suarez á síðustu leiktíð og má líklega reikna með því þarna inn í.

Gröfum ögn dýpra.

Raheem Sterling sem fann markaskóna undir lok síðustu leiktíðar skoraði í heildina 9 mörk, 5 heima og 4 úti. Coutinho kemur sem undantekning og skorar fleiri mörk á útivelli en á heimavelli, 3 úti og 2 heima, sem og Steven Gerrard sem skoraði 9 af 13 mörkum sínum á útivelli. Borini sem spilaði með Sunderland á síðustu leiktíð leið betur á heimavelli og skoraði 5 af sínum sjö mörkum þar. .

Förum að spá.

Adam Lallana og Rickie Lambert eru orðnir nýjir leikmenn í sóknarlínu Liverpool. Á síðustu leiktíð léku þeir með Southampton. Lallana leið betur á heimavelli og skoraði 6 af 9 mörkum sínum þar. Lambert skoraði 8 heima og 5 úti. Lazar Markovic, möguleg viðbót í þann hóp, skoraði 2 af 5 mörkum sínum heima. Ná þeir að halda þeim tölum eða bæta í þær á næstu leiktíð? Ef við gefum okkur það þá ná þeir aðeins að skora sama fjölda marka þá ná þeir upp í 11 af þeim 14 mörkum sem Suarez skoraði á útivöllum. Nægir það?

Á móti hverjum skora þeir þessi mörk?

 

Lið sem falla Topp 7 8.-13. Sæti 14.17.sæti Samtals
Gerrard 1 4 5 3 14
Coutinho 1 4 5
Suarez 12 6 7 6 31
Sturridge 2 5 8 6 21
Lallana 1 4 2 2 9
Lambert 4 3 4 2 13
Sterling 4 4 1 9
Borini 1 2 4 7
(Markovic) 1 2 2 5

skrtel gerrardEf við skoðum þessa töflu þá er alveg ljóst hvar mesti missirinn af mörkum Suarez verður. Hann skoraði nær jafn mörg mörk á móti liðunum sem féllu í vor og allir hinir leikmennirnir samanlagt. Hann skoraði samanlagt 10 mörk á móti Norwich og Cardiff, næsti leikmaður er með 4. Það er hellings bil þar. Ætla að taka það með í reikninginn að Sturridge spilaði í hvorugum leiknum gegn Norwich og bara í öðrum Cardiff leiknum, hann gæti hugsanlega hafa hækkað þarna ef hann hefði spilað í þeim.

Margir stuðningsmenn annara liða en Liverpool virðast gjarnan vilja benda Púllurum á að Suarez gerir ekkert í stóru leikjunum eða eitthvað í þeim dúr. Það er bara ekki rétt eins og við sjáum þarna, hann skorar flest mörk Liverpool gegn Topp 7 liðum deildarinnar. Þar er dreifingin nokkuð jöfn og kannski smá brengluð því Liverpool skoraði fáranlega mörg mörk gegn helstu keppinautum sínum. Þarna geta nýju mennirnir í hópinn Lambert, Borini og Lallana komið öflugir inn og vinna upp mörk Suarez í þessum viðureignum. Gerrard, Sturridge og Sterling koma sterkir inn en áhugavert að 4 af 5 mörkum Coutinho komu gegn liðunum í efstu sjö sætunum í fyrra.

Sturridge skoraði flest mörkin úr viðureignum gegn liðum í 8. til 13.sæti eða liðin rétt fyrir neðan Evrópusæti og um miðja deild. Hann skoraði 8 og Suarez þar næstur með 7. Borini, Lambert og Lallana gætu komið sterkir inn þar líka og unnið upp mörkin frá Suarez.

Liverpool skoraði ekki nægilega mikið gegn liðunum í 14. til 17. sæti eða liðin sem voru í hvað mestri fallbaráttu en sluppu við fall. Þetta voru lið sem Liverpool strögglaði með á síðustu leiktíð, lið eins og Hull og Villa sem bæði tóku dýrmæt stig af liðinu. Þarna eru Suarez og Sturridge lang efstir en klárlega eitthvað meira sem vantar þarna, Lambert og Lallana gætu aðstoðað þar.

Ég ákvað að leyfa Markovic að fylgja með en þar sem hann er í allt annari og mun ólíkari deild þá eru þær tölur ekkert sérstaklega marktækar en þetta fylgir með án þess að hafa einhver áhrif á þennan samanburð.

Förum í það sem gæti orðið.

Lið sem falla Topp 7 8.-13. Sæti 14.17.sæti Samtals
Bony 1 7 4 4 17
Remy 4 3 3 4 14

Wilfried Bony, framherji Swansea, og Loic Remy, framherji QPR sem var á láni hjá Newcastle á síðustu leiktíð, eru meðal þeirra nafna sem hafa verið nefnd í umræðuni sem hugsanlegar viðbætur í hópinn. Báðir stóðu sig vel á síðustu leiktíð og skoruðu góðan slatta af deildarmörkum.

Þeir eru, ef marka má á móti hverjum þeir skoruðu, svipaðir að öllu leiti nema einu. Bony skorar meira gegn stórliðum deildarinnar en gerir nær ekkert gegn liðunum sem féllu í vor. Remy aftur á móti skoraði nokkur gegn þeim en ekki það mörg – ekki það að Newcastle hafi spilað sóknarbolta og verið duglegt að skora einhver mörk. Báðir leikmenn skora aftur á móti fínan fjölda gegn liðunum við fallbaráttuna, liðunum sem Liverpool strögglaði svolítið með á síðustu leiktíð.

Mun Liverpool leita eftir því að vinna upp fjölda marka sem Suarez tekur með sér og heldur áfram kamikaze fótbolta sínum, mæta í leiki all guns blazing og ná árangri með því að skora fleiri mörk en nokkur annar? Getur Liverpool jafnað eða bætt markafjölda Suarez á síðustu leiktíð?


Að lifa bitlausu lífi

Líklega verða Suarez og Sturridge ekki samherjar á næstu leiktíð

Líklega verða Suarez og Sturridge ekki samherjar á næstu leiktíð

Nær óhjákvæmilegt virðist vera að Luis Suarez muni enda dvöl sína hjá Liverpool í sumar eftir að viðræður milli Liverpool og Barcelona virðast langt á leið komnar. Það eru því líklega ekki margir dagar eftir af tíma Suarez á Anfield.

Suarez hefur skemmt mér og öðrum aðdáendum Liverpool með frábærum fótbolta, sterkum karakter einkennum og gífurlegum sigurvilja. Það leynir sér ekki að Suarez er einstakur leikmaður, einn sá besti í heiminum og á engan sér líkan, hvernig gæti Liverpool tekist að lifa af án hans? Hvernig getur Liverpool lifað bitlausu lífi?

Í pistlinum hér fyrir neðan tala ég um Daniel Sturridge og hve hlutverk hans og mikilvægi getur komið til með að aukast í kjölfar brottfarar Luis Suarez. Það gæti því verið að Liverpool leggji upp með að reyna að ná sem mestu út úr styrkleikjum Sturridge á næstu leiktíð en ég fer nánar út í hverjir þeir eru hér í færslunni fyrir neðan.

Í dag ætla ég að reyna að skoða út frá þeim leikmönnum sem eru orðaðir við félagið í kjölfar sölu á Suarez, hugsanlegar uppstillingar og leikkerfi sem gætu nýst þeim leikmönnum og þeim sem fyrir eru hvað best. Ég ætla að reyna að setja mig í hugarheim Brendan Rodgers og reyna að skoða hvað hann gæti komið til með að gera. Mun hann breyta kerfinu, leikstílnum eða nálgun sinni í leikjum á næstu leiktíð?

Þeir sem fyrir eru

Pressan á Lallana og Sturridge mun koma til með að aukast

Pressan á Lallana og Sturridge mun koma til með að aukast

Suarez var óneitanlega risastór partur af velgengni Liverpool á síðustu leiktíð, leikmaður með yfir 30 deildarmörk og vel yfir 10 beinar stoðsendingar er risastór þáttur í að liðið kom sér í titilbaráttu og tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu eftir langa bið. Hann var óneitanlega stór þáttur en ekki eini stóri þátturinn.

Daniel Sturridge, næst markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og skapaði mörg mörk fyrir samherja sína líka, fór á kostum og er líklega sá sem verður leitað einna mest til í markaskorun á síðustu leiktíð. Raheem Sterling átti frábæran seinni part á síðustuleiktíð og var farinn að koma sér í góðar stöður til að auka markafjölda sinn og stoðsendingar sem veit á gott því ef hann nær að halda þeim dampi á næstu leiktíð þá veit það á gott.

Martin Skrtel sá um að skora mörg mikilvæg mörk í fyrra og var gífurlega sterkur í föstum leikatriðum, líkt og fleiri leikmenn Liverpool voru. Fyrirgjafir Steven Gerrard gætu því reynst aftur mjög mikilvægar á næstu leiktíð og þær voru á þeirri síðustu. Jordan Henderson, Joe Allen og Philippe Coutinho léku allir mjög vel á síðustu leiktíð en hugsanlega þyrftu þeir að ná fleiri mörkum en þeir gerðu í fyrra.

Nýju sóknarkaup liðsins, tvíeykið frá Southampton Adam Lallana og Rickie Lambert koma inn í hópinn og eiga báðir sameiginlegt að vera bæði góðir í að koma sér í stöðu til að skora sjálfir og jafnframt duglegir að leggja upp fyrir samherja sína. Þeir eiga því líklega eftir að passa mjög vel í hópinn á næstu leiktíð. Fabio Borini sem var á láni hjá Sunderland á síðustu leiktíð hefur núið aftur og gæti verið að hann fái aftur tækifæri hjá Liverpool og sömuleiðis Jordon Ibe sem var á láni hjá Birmingham, báðir gætu hugsanlega komið inn í hópinn og lagt sitt að mörkum.

Þetta eru líklega þeir leikmenn sem fyrir eru hjá liðinu og Rodgers mun horfa til í baráttu sinni við að fylla skarðið sem Suarez kemur til með að skilja eftir sig.

Nýjir leikmenn

Alexis Sanchez er einn þeirra sem Rodgers vill fá í stað Suarez

Alexis Sanchez er einn þeirra sem Rodgers vill fá í stað Suarez

Þá vandast málið. Hverja mun Liverpool leitast eftir að fá til að taka við keflinu af Suarez? Nú þegar hafa Lambert og Lallana bæst í hópinn en að öllum líkindum munu fleiri bætast við.

Alexis Sanchez sóknarmaður Barcelona hefur verið nefndur til sögunar og samkvæmt öllum áreiðanlegustu heimildum frá Spáni og Egnlandi þá hefur Liverpool rætt við Barcelona um að fá hann í sínar raðir, annað hvort í sér díl eða sem hluta af kaupverðinu fyrir Liverpool. Hann hins vegar nýtur mikils áhuga frá öðrum liðum og gæti því reynst verkefni fyrir Liverpool að sannfæra hann um að koma á Anfield.

Það er auðvelt að sjá í Sanchez hvað hann gæti komið til með að færa Liverpool. Hann er með gífurlega tækni, býr yfir miklum hraða og er afkastamikill þegar hann kemst í góða stöðu í og við teiginn. Hann getur leyst af margar stöður og mörg hlutverk og er á besta aldri, það er því ekki skrítið ef Liverpool hefur eyrnamerkt hann sem sitt aðalskotmark til að fylla skarð Suarez. Hvort hann sé tilbúinn að koma á Anfield eða ekki verður líklega bara að koma í ljós en hann er líklega einn af þeim sem gæti komið inn með hvað mest án þess að þurfa kannski tíma til að vaxa inn í stórt hlutverk eða þurfa tíma til að vaxa sem leikmaður áður en að afköstin fara að vera þau sem þau þyrftu að vera.

Annað nafn sem er talið líklegt og hugsanlega þá einhver sem gæti komið inn ef Sanchez kæmi ekki er Xerdan Shaqiri leikmaður Bayern Munchen og stórstjarna svissneska landsliðsins. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Bayern Munchen síðan hann kom þaðan frá Basel en býr engu að síður yfir miklum hæfileikum. Shaqiri sem er vaxinn eins og fermeter, jafn breiður og hann er lágur í loftinu, býr yfir miklum hraða, tækni og miklum líkamlegum styrk. Hann getur leyst allar sóknarstöðurnar fyrir aftan og við hlið framherjans þannig að fjölhæfni hans og kraftur heillar líklega margan þjálfaran. Hængur á hans leik er að hann hefur kannski of mikið að sanna, svipað og virtist vera með Sturridge hjá Chelsea, og hann virðist oft reyna að gera sig að „aðalmanninum“ í sókninni og virðist oft senda á samherja sína með það í huga að þeir skulu senda á hann aftur. Kannski rangt en líklega eitthvað sem hægt er að vinna með honum við að laga fái hann meira öryggi varðandi stöðu og hlutverk.

Lazar Markovic er sá yngsti af þessum þremur sem hafa verið hvað helst nefndir til sögunar til að fylla skarð Suarez í liðinu. Hann spilar með Benfica í Portúgal og þykir vera einn sá efnilegasti í Evrópu. Hann spilar báðar kantstöðurnar, í holunni og sem framherji. Hann er duglegur, vinnur vel til baka og er öflugur í sóknarleiknum með mikla tækni og hraða sem gerir honum kleyft að taka marga varnarmenn úr leik þegar hann tekur á rás – svipað og t.d. Gareth Bale gerir svo rosalega vel. Spurningarmerki má setja við Markovic vegna þess að hann er sá reynsluminnsti af þessum þremur sem nefndir hafa verið en hefur engu að síður spilað með Benfica í Evrópudeildinni og á að baki all nokkra leiki í portúgölsku deildinni. Hugsanlega þess virði að næla í núna og njóta þess í framtíðinni frekar en að ætlast til að hann verði sá maður sem reynir að fylla skarð Suarez.

Belginn ungi Divock Origi er talinn afar líklegur til að ganga til liðs við Liverpool þegar Belgar detta út, tja eða vinna, HM. Hann er nítján ára framherji með aðeins eitt tímabil að baki hjá Lille og er talinn líklegur til að fara aftur á láni til Lille ef að kaupum á honum verður og því kannski ekki þörf á að ræða hann sem skammtíma lausn til að fylla þetta skarð, þó hann gæti klárlega orðið stór í framtíðinni.

Hugsanlega þá gæti enginn þessara leikmanna komið og einhverjir allt aðrir gert það, hins vegar þá virðist svipaðar hugmyndir liggja á bak við þá alla. Þeir eru hraðir, leiknir og fjölhæfir og virðist það ætla að vera það sem leitast verður eftir.

Wildcard og hraði vs. effektív vél

Mun Rodgers breyta einhverju í leik Liverpool?

Mun Rodgers breyta einhverju í leik Liverpool?

Í fyrra sáum við tvenns konar lið Liverpool. Við munum eftir fljúgandi liði Liverpool sem pressaði hátt, spilaði hratt og menn reyndu hluti sem engum hefði átt að detta í hug að reyna – en það gekk! Luis Suarez fór hamförum þar og þar nýttist wildcard-ið sem hann er heldur betur. Leikmenn gerðu það sem þeim datt í hug og reyndist það vera mikill styrkleiki hjá liðinu.

Nú er Suarez að öllum líkindum að fara og þá kannski „hverfur“ wildcard-ið sem honum fylgdi því eins og áður segir þá er enginn eins og hann. Það er því spurning hvort Rodgers ákveði að koma meiri reglu á „óreiðuna“  sem sóknarleikur liðsins var í fyrra. Þá horfir maður til fyrstu leikja tímabilsins í fyrra, þegar Suarez var í banni, þá virkaði liðið ögn „vélrænna“ en á seinni partinum, menn sprungu ekki eins mikið út í sóknarleiknum en það skilaði sér í „öruggum“ sigrum þar sem liðið gerði það sem þurfti til að vinna. Liðið var agað, þétt til baka og gerði sitt í sóknarleiknum þó eflaust hefðu nokkrir sigrar mátt vera stærri.

Það er því spurning hvort Rodgers hyggist færa sig smá úr þessum all guns blazing fótbolta sem liðið lék á síðustu leiktíð og reyna að koma meira jafnvægi í liðið. Byggja frá vörninni, stjórna leikjunum betur og reyna að vinna leikina öruggara en raunin var oft í fyrra. Hugsanlega með því að þétta miðjuna og vörnina, fá meiri gæði á kantana sem vonandi myndi skila sér í auknum mörkum gæti komið betri lögun og reglu á liðið. Ég er ekki viss um að Rodgers muni á nokkurn hátt reyna að halda aftur af leikmönnum sínum og hvetji þá til að gera það sem þeim dettur í hug en hann gæti reynt að þétta liðið og gera það traustara. Getur hann gert það traustara án þess að breyta einhverju við nálgunina á síðustu leiktíð?

Sama hvað Rodgers kemur til með að gera þá verða næstu vikur afar forvitnilegar. Hvað hugsar hann að þurfi að gera til að fylla skarðið, mun hann breta nálgun, mun hann leggja enn meira í sölurnar til að skora fleiri mörk, breytir hann uppstillingu og leikkerfi? Það er fullt af áhugaverðum spurningum sem við munum vonandi fá svör við fljótlega.


Rístu upp herra Daniel

Eru dagar Suarez hjá Liverpool taldir?

Eru dagar Suarez hjá Liverpool taldir?

Getur maður fyllt upp í skarð sem virðist vera óuppfyllanlegt? Ef ekki, hvað gerir maður þá?

Þarna er spurning sem eigendur og stjórnendur Liverpool þurfa að reyna að finna svar við fljótlega. Þá sérstaklega knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers. Hlutirnir þróast eins og þeir þróast og skyndilega, upp úr þurru lendir Liverpool í því að þurfa óhjákvæmilega að fylla upp í skarð síns besta leikmanns Luis Suarez.

Líkt og hefur örugglega ekki farið framhjá neinum þá hefur Suarez verið dæmdur í fjögurra mánaða bann frá allri knattspyrnuiðkun með landsliði og félagsliði eftir að hafa bitið andstæðing sinn á HM. Hann kemur því, muni bannið standa, til með að missa úr nær fjórðungi deildarkeppninni, hálfri riðlakeppninni í Meistaradeildinni og einum til tveimur leikjum í Deildarbikarkeppninni með Liverpool.

Það fer sem fer og skyndilega er Liverpool komið í þá stöðu að þurfa að finna út hvernig skal fylla skarð leikmanns sem á sér engan líkan í heiminum og leikstíll hans er mjög óeðlilegur og ekki auðveldlega fundinn einhver með svipaðan keim og hinn bitglaði en frábæri Úrúgvæi. Annað hvort þarf að fylla upp í skarðið tímabundið á meðan hann afplánar þetta bann eða félagið fær nóg af leikmanninum sem stefnir í að missa af 33-34 leikjum á þeirri þremur og hálfri leiktíð sem hann hefur verið á mála hjá Liverpool og ákveður að selja hann?

Ekki skiptir máli hvort er uppi á teningnum, Liverpool mun þurfa að glíma við að fylla skarð hans. Hvernig?

Er komið að Sturridge að leiða vagninn?

Er komið að Sturridge að leiða vagninn?

Augljóst svar væri að fá svipaðan leikmann til að spila sama hlutverk og skila svipuðu frá sér. Það er aftur á móti ekki svo auðvelt því eins og áður segir er hann Luis afar sérstakur leikmaður og á örugglega engan sér líkann. Liverpool gæti þá ákveðið að horfa á hver gæti komist næst því að líkjast honum og kæmist næst því að geta gengt sama hlutverki. Nafn Alexis Sanchez, sem Barcelona er sagt vera tilbúið að bjóða Liverpool í skiptum fyrir Suarez, er til að mynda dæmi um leikmann sem gæti hugsanlega líkst Suarez nóg til að geta reynt að fylla skarð hans án þess að þurfa að breyta leikerfi, stöðum, hlutverkum og þar fram eftir götunum.

Alexis Sanchez kemur ekki eða þá einhver sem kemst nálægt því að vera svipaður í stíl. Hvað þá? Hvernig dílar Rodgers við það?

Liverpool er ekki óvant að þurfa að leysa skarð Suarez á meðan hann afplánar leikbann. Í upphafi leiktíðar byrjaði hann í leikbanni og upp steig leikmaður að nafni Daniel Sturridge. Hann skoraði fullt af mikilvægum mörkum, lagði nokkur upp og hefur verið iðinn við kolann. Er þá ekki næsta lausn að reyna að byggja í kringum leikmanninn sem skorar og skorar en húmir í skugga Suarez?

Daniel Sturridge hefur skorað níu mörk í síðustu tíu deildarleikjum sem hann hefur spilað án Suarez. Hann hefur reyndar skorað slatta með honum en þetta er mjög flott tölfræði. Teljum við bikarleiki með þá er hann með tólf mörk í tólf leikjum. Hann er með 36 mörk í 49 leikjum með Liverpool, sem er skuggalega flott tölfræði. Á Liverpool ekki nú þegar til leikmanninn sem fyllir skarð Suarez? Þeir eru ekki margir framherjarnir sem skora svona mörg mörk og mjög reglulega.

Er þá leiðinn að byggja upp lið í kringum Daniel Sturridge til að ná að hámarka hans leik og móta það þannig að hans styrkleikar og hreyfingar nýtist liðsfélögum hans sem best? Hvort sem það verður þá gert með sama leikkerfi og þjálfarinn hefur notast við undanfarið eða hreinlega það mótað upp á nýtt til að hagnast sem best.

Styrkleikar Daniel Sturridge liggja í hreyfanleika hans, hraða, krafti og tækni í bland við góðu auga fyrir spili og frábærum afgreiðslum. Hann tekur mikið til sín í leikjum og er orðinn fremur óútreiknanlegur í leik sínum sem gerir varnarmönnum erfitt að fylgja honum eftir. Hann getur bæði tekið virkan þátt í spilinu og er nokkuð öflugur í að spila samherja sína í gegn, sem sýnir sig í sjö stoðsendingum í deildinni í fyrra. Hann heldur boltanum vel hjá sér og með hraða sínum og tækni á hann auðvelt með að koma sér í hættuleg hlaup og taka varnarmenn á. Daniel Sturridge er nær fullkominn framherji, ég fullyrði það.

Ná Lallana og Sturridge að hámarka leik hvors annars?

Ná Lallana og Sturridge að hámarka leik hvors annars?

Hingað til hefur Liverpool fest kaup á Rickie Lambert og eru að festa kaup á Adam Lallana sem báðir munu koma með mikið auka púður í sóknarleik Liverpool og báðir, held ég, henta Daniel Sturridge vel. Lallana er góður í að spila menn í gegn með stungusendingum líkt og Steven Gerrard og Philippe Coutinho, Sturridge ætti því að geta verið vel fóðraður af stungusendingum inn fyrir varnarlínu mótherjans. Lambert, Lallana og Sterling eru til að mynda afbragðs góðir í að koma sér inn í teiginn komast í góða stöðu með tvo möguleika; annars vegar að ná skoti á markið úr fínni stöðu eða renna boltanum á samherja í góðri stöðu inn í teignum, fái Sturridge þannig sendingar á sig eru yfirgnæfandi líkur á að hann muni klára færið.

Sturridge heldur boltanum vel og er góður í að draga sig niður til að taka þátt í spili og finna hlaup samherja sinna. Þetta getur líka verið mikið vopn og þá sérstaklega verði hann með fleiri hraða leikmenn í kringum sig eins og til að mynda Sterling og einhvern eins og Lazar Markovic sem er sterklega orðaður við félagið í dag, Xerdan Shaqiri sem hefur verið það líka eða mögulegan „eftirmann“ Suarez, Sanchez. Svona leikmenn gætu notið mjög góðs af þessum eiginleika Sturridge. Sem og Lambert sem reyndar nýtir ekki hraða sinn heldur góðar hreyfingar og staðsetningar.

Á að móta liðið að Daniel Sturridge? Er það eitthvað sem við munum koma til með að sjá? Á Liverpool að freista þess að finna „annan“ Suarez á meðan hann tekur út bannið eða til frambúðar?

Það er allavega komið að Daniel Sturridge, sem er að miklu leiti einn vanmetnast leikmaður Liverpool, að stíga úr skugga Suarez og leiða liðið sem helsti broddur þess, annað hvort í skamma stund eða taka algjörlega við keflinu.


Rodgers og þjálfun enskra leikmanna

7 af 18 leikmönnum ólympíuliðs Bretlands hafa unnið með Rodgers á ferlinum

7 af 18 leikmönnum ólympíuliðs Bretlands hafa unnið með Rodgers á ferlinum

Árangur Brendan Rodgers með Liverpool á núlíðandi leiktíð hefur verið hreint út sagt frábær og sama hvernig fer í deildinni, hvort að Liverpool nái að hampa langþráðum Englandsmeistaratitli í lok leiktíðar eða ekki, þá held ég að ég geti fullyrt það að flest allir stuðningsmenn Liverpool séu mjög ánægðir með það sem hann og leikmannahópur hans hefur boðið upp á í vetur.

Liverpool skorar og skorar mörk. Vann ellefu leiki í röð áður en liðið tapaði gegn Chelsea í síðustu umferð og situr í efsta sæti deildarinnar eins og staðan er í dag. Já, það er margt sem má hrósa Rodgers fyrir þegar kemur að því að ná í góð úrslit, spila fallegan fótbolta og skora mikið af mörkum. Það er eitt sem hann leggur mikinn metnað í og hagnast ekki bara Liverpool heldur gæti hagnast öðrum enskum liðum og enska landsliðinu í senn.

Rodgers sem var lengi vel á sínum þjálfaraferli í stöðum innan unglingastarfa knattspyrnufélaga í Englandi og þjálfaði hann til að mynda í unglinga og varaliði Chelsea í fyrri tíð Jose Mourinho með þá bláklæddu. Hann þekkir því vel til í þjálfun ungra leikmanna og er slík þjálfun honum mikið hjartans mál. Hann er alls ekki með þjálfunaraðferðir og nálgun enskra félagsliða og enska knattspyrnusambandsins þegar kemur að því hvernig meðhöndla eigi unga leikmenn og telur enska ‘setup-ið’ hindra leikmenn í að ná fram sínu besta. Í viðtali við Telegraph sagði hann meðal annars:

“Absolutely,’’ said Rodgers. “Christ almighty, look at the players who’ve been available to England over the years, guys like Chris Waddle being told they didn’t work hard enough. Then he goes to Marseille and he’s world class. 

„You look at the players over the last 10 years, the Gerrards and Scholes, the technicians we’ve produced. You are talking about European Cup winners. You cannot say that we can’t play football when you look at the technicians we have there: Hoddle, Waddle, Scholes, Gerrard.

“I wouldn’t want to disrespect any [England] coach that has taken the players. But I went into football initially to try and make a difference to the British players, who were told they were not technically good enough or couldn’t pass.

„I’ve thought for years and years that British players are technically as good as their European counterparts. I’ve worked with kids of five years of age in community schemes, and some of the biggest players in the world, at Chelsea and here, and I’ve felt that Brits can play football.’’

Rodgers hefur unnið með Borini hjá Chelsea, Swansea og Liverpool

Rodgers hefur unnið með Borini hjá Chelsea, Swansea og Liverpool

Þetta er mjög áhugavert að mér finnst. Hann er sem sagt alls ekki sáttur með það hvernig talað er um að Englendingar hafi lélegan efnivið samanborið við aðrar þjóðir og að hans mati telur hann að Englendingar standi jafnfætis leikmönnum frá öðrum löndum sama hvað hver segir og segir hann að reynsla hans sé að Englendingar geti spilað fótbolta.

Við spólum aðeins til baka í tímann og skoðum leikmennina sem spiluðu undir hans stjórn hjá Swansea þegar þeir komust upp í Úrvalsdeild og stóðu sig svo frábærlega þar á sínu fyrsta tímabili þar. Leikmannahópur hans var ef maður skoðar hann aðeins út frá nöfnum og „glæsileika“ hans þá var hann nú ekkert merkilegur. Leon Britton sem var gífurlega mikilvægur í hans kerfi hafði áður verið hent frá liðinu en Rodgers vildi fá hann aftur og hann blómstraði þar við hlið Joe Allen. Scott Sinclair og Fabio Borini þekkti Rodgers frá því hann var í unglingastarfi Chelsea en þeir voru ekki nálægt því að brjótast í lið þeirra og hann ákveður að krækja í þá og urðu þeir mikilvægir hlekkir í liði hans, sömuleiðis Wayne Routledge sem hafði aldrei náð að festa sig í sessi hjá félagi fyrr en hann fór til Swansea og hefur staðið sig fínt.

Ásamt því að fá leikmenn sem önnur félög höfðu ekki talið nægilega góða en Rodgers sá greinilega eitthvað í þá var hann mjög duglegur í að vinna með og koma ungum og upprennandi leikmönnum í gegnum unglingastarf Swansea og má þar helst nefna Joe Allen og Neil Taylor, ásamt því að hann vann með eins og áður segir Borini, Sinclair og núverandi fyrirliða Cardiff, Steven Caulker sem var á láni frá Tottenham hjá Swansea á sínum tíma.

Hann hafði, og hefur mögulega enn, mikla trú á þeim Allen og Borini að hann var tilbúinn að fara grimmt í það að fá þessa stráka með sér á Anfield. Þeir hafa ekki alveg náð að festa sig í sessi en báðir hafa lent í óheppilegum meiðslum sem setja hafa strik í reikningin en hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar hjá þessum strákum.

Hjá Liverpool heldur Rodgers áfram uppteknum hætti og er duglegur að næla í leikmenn sem önnur lið sjá ekki not fyrir eða kunnu ekki að meðhöndla rétt eins og til að mynda þá Philippe Coutinho og Daniel Sturridge sem voru í litlum hlutverkum hjá sínum liðum en Rodgers þekkti velt til þeirra og sá margt í þeirra leik sem hann hefur talið sig geta unnið með.

Jordon Ibe hefur fengið tækifæri hjá Rodgers

Er hann Brassi? Spánverji? ER HANN ENSKUR?!

Leikmenn eins og Jordan Henderson, Stewart Downing og Jose Enrique voru leikmenn sem þóttu eiga erfitt uppdráttar hjá Liverpool áður en Rodgers tók við liðinu og voru mikið gagnrýndir og afskrifaðir vegna þess að þeir kostuðu mikið og þóttu ekki standa sig nægilega vel. Rodgers, líkt og hann er mjög góður í, náði einhvern veginn að spila ágætlega úr þeim spilum og fá þá til að bæta sinn leik. Downing er ekki hjá Liverpool í dag en síðustu mánuðir hans hjá Liverpool voru töluvert betri en þeir fyrri, Enrique stóð sig sömuleiðis vel á síðustu leiktíð en hefur verið meiddur í mest allan vetur. Jordan Henderson hins vegar hefur verið frábær og notið sín gífurlega vel undir stjórn Rodgers og er orðinn einn mikilvægasti og oft á tíðum jafnbesti leikmaður liðsins. Steven Gerrard, sem margir stuðningsmenn Liverpool og annara liða töldu „búinn“ hefur fengið endurnýjun lífdaga hjá Rodgers á þessari leiktíð eftir að hafa verið settur í nýtt hlutverk til að hæfileikar hans nýtist hvað best og sannar Rodgers það að það er eftir allt hægt að kenna gömlum hundir að sitja!

Af hverju er það samt sem Rodgers telur að enskir leikmenn njóti ekki þeirrar þjálfunar sem þeir þurfa? Hann telur að margir enskir leikmenn lenda í því að hæfileikarnir eru þjálfaðir úr þeim eða þeir verða bara stíflaðir. Hann telur að ótti ríki gjarnan hjá þessum strákum og þar af leiðandi ákveði þeir frekar að senda boltann frá sér en að gera eitthvað gáfulegt með hann og ef leikmenn verða ofþjálfaðir þá missa þeir allt flæði úr sínum leik.

Leikmenn fá að hans mati allar skammirnar og það verða þeir sem verða dæmdir ekki nægilega góðir en fyrir honum snýst þetta allt um þjálfarana og aðferðir þeira. Hann talar um að leikmenn verða frekar gerðir að taktískuðum vinnuþjörkum heldur en að hæfileikaríkum leikmönnum með góða taktískan skilning og fullir sjálfstrausts. Leikmenn fá skammirnar ef þeir tapa boltanum eða mistakast, hann segir að það eigi ekkert að vera þannig heldur eigi þjálfarar að taka það alfarið á sig og standa með því sem þeir biðja leikmenn um að reyna að gera. Minnir mig á dæmi þegar Rodgers var með Swansea og Vorm, markvörður þeirra, var að reyna að senda úr vörninni og mislukkaðist það þannig að þeir fengu á sig mark eftir þau mistök, Rodgers steig þá fram eftir leik og varði sinn mann og sagði að hann hafi bara gert það sem hann hafi sagt honum að gera en það bara misheppnaðist í þetta skiptið og hann ætti að halda því áfram.

Hann hefur miklar áhyggjur af því að það eru margir þjálfarar í Englandi með að hans mati frábæra hugmyndafræði og vinna vel með leikmönnum sínum en munu aldrei fá tækifæri á stærra sviði en í neðri deildum landsins því menn þora ekki að taka séns á þessum mönnum þó að margt jákvætt sé í þeirra aðferðum.

Rodgers þykir hreyfingar og jafnvægi Ravel Morrison frábær eiginleiki

Rodgers þykir hreyfingar og jafnvægi Ravel Morrison frábær eiginleiki

Í þessu viðtali talar hann um hvað það er rosalega mikill efniviður í enskri knattspyrnu sem þarf bara að nýta rétt. Hann nefnir Jordon Ibe leikmann Liverpool og hrósar honum fyrir frábærar hreyfingar og telur að ef maður sæi hann spila í fyrsta skiptið án þess að vita hver hann væri þá myndi maður halda að hann væri spænskur eða brasilískur. Sömuleiðis nefnir hann hinn virkilega efnilega en álíka jafn ruglaðan Ravel Morrison, núverandi leikmann West Ham sem ólst upp hjá Man Utd en var látinn fara þar vegna almenna leiðinda. Hann nefnir hann á nafn og hrósar honum í hástert fyrir hreyfingar hans og jafnvægi á vellinum.

Þetta finnst mér áhugaverðar tilvitnanir hjá Rodgers í þessa tvo leikmenn sem báðir eru gífurlega efnilegir. Hann er ekkert að tala um það sem maður reiknar með að heyra oftar með þessa stráka, þeir hlaupa hratt og skora mikið af mörkum og svona. Hann talar um hreyfingarnar, jafnvægið og svona. Hann horfir á þetta sem er ekki eins bersýnilegt og margt annað, eitthvað sem hann gæti reynt að byggja frekar upp á til að gera þá betri en þeir annars yrðu.

Þá horfir maður á þessa ungu stráka sem hafa brotið sér leið inn í aðalliðshóp Liverpool eftir að Rodgers tók við. John Flanagan hafði áður komið við sögu og tók maður eftir þessum baráttuglaða, harða unga strák sem elskaði fátt annað en góða tæklingu. Í dag virðist hann vera orðinn svo mikið meira en það, nú virðast staðsetningar hans og ákvörðunartaka orðin betri en áður og tæknilega virkar hann sterkari en manni sýndist áður, hann er farinn að taka góðan þátt í spli liðsins og fjandinn hafi það hann er farinn að taka menn á og takast það!

Rodgers hefur unnið frábært starf með Sterling

Rodgers hefur unnið frábært starf með Sterling

Raheem Sterling sömuleiðis. Hann hleypur ógeðslega hratt! Maður sá fyrir sér hættuna á að hann yrði eins og Shaun Wright-Phillips, Aaron Lennon og fleiri leikmenn í þeim dúr að þeir eru smávaxnir og hlaupa rosalega hratt en eru ekki þekktir fyrir mikinn leiksklining eða almennt góðan heildarsvip á sínum leik. Sterling hefur notið sín vel undir stjórn Rodgers og virðist hann strax vera farinn að virkja leikskilning sinn í bland við hraða og hæfileika og er orðinn alhliða góður leikmaður með taktískan skilning og góða hugsun eins og sjá má að hann er farinn að geta spilað miðsvæðis hjá Liverpool með frábærum árangri – eitthvað sem maður sá alls ekki fyrir á sínum tíma. Sturridge er annað dæmi um leikmann sem hefur töluvert betri almennan leikskilning og skilning en maður reiknaði í upphafi með, sem og Henderson.

Það er mjög jákvætt að sjá stjóra eins og Rodgers leggja mikið upp með að þjálfa upp og nýta hæfileikaríka heimamenn í sínu liði og vonandi fyrir enska knattspyrnu að það haldi áfram og aukist hjá öðrum liðum. Það er rétt hjá Rodgers, það er fullt af hæfileikaríkum enskum/breskum leikmönnum í bransanum og horfir maður til dæmis út fyrir Liverpool og sér leikmenn eins og Raheem Sterling, Daniel Sturridge, Jordan Henderson, Danny Welbeck, Jack Wilshere, Theo Walcott, Aaron Ramsey, Alex Oxlade-Chamberlain, Ross Barkley, Adam Lallana, Luke Shaw, Josh Stones, Nathan Clyne, James Ward-Prawse og fleiri sem eru á góðum aldri og virðast vera hluti af þessari hæfileikaríkari  bresku leikmönnum en gætu þeir verið enn fleiri með betri þjálfunaraðferðum? Gæti England með breyttum aðferðum búið til sína „gullkynslóð“ af leikmönnum?

Eins og Rodgers segir þá er mikið af þeim þarna úti og það eru stjórar, að því virðist í miklu auknu mæli, sem að vonast til að fá þessa stráka í sínar raðir til að geta reynt að móta þá og byggja upp. Mér finnst að minnsta kosti frábært að sjá hve duglegur Rodgers er í að reyna að byggja upp á slíkum leikmönnum.